Stúlkan Inga er reglulega illt og óprúttið barn. Hún iðkar það að kvelja þá sem minna mega sín, auk þess sem drambsemi hennar er svo mikil að hún sér ekki sólina fyrir sjálfri sér. Er hún vex úr grasi versnar hún um allan helming, en þar sem hún er einstaklega fríð sýnum fyrirgefst henni margt. Dag einn er hún á leið í heimsókn til foreldra sinna. Meðferðis hefur hún brauð sem húsmóðir hennar hefu...