H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. "Stúlkan sem gekk á brauðinu" er hressandi og óvægin saga þar sem löstum og drambsemi eru gerð hin beittustu skil. Hvergi er dregið úr kvölum og pínslum stúlkunnar Ingu og kostar iðrun hennar ófá tár.