Gunnlaugs saga ormstungu er ein af vinsælustu sögum Íslendingasagnanna. Hún er einnig frekar dæmigerð og einkennandi fyrir Íslendingasögur almennt. Í henni má finna hina hefðbundnu hetjuímynd, forlagahyggju, kveðandi skáld, ástarævintýri og bændasyni sem fljúgast á. Helstu persónur sögunnar eru Gunnlaugur ormstunga, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra, barnabarn Egils Skalla-Grímssonar. Vart þarf ...