H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Þar blandar hann saman ævintýraminnum munnmælaheimsins og ljúfsárri sköpun sinni svo úr verður hreinn og tær táknheimur sem hægt er að lesa á ýmsa vegu. rnSögur H.C. Andersens hafa verið færðar í ótal listform, svo sem leikrit, ballett og kvikmyndir.