Lítill, ljótur andarungi reynist vera fallegur svanur. Snædrottningin er með ís í hjartanu og litla hafmeyjan þráir að losna við fjötra hreisturs og sporðs og ganga tveimur fótum meðal manna. Ævintýraheimur Hans Christians Andersens er flestum að góðu kunnur. Þó eftir hann liggi bæði skáldsögur, leikrit og ljóð eru það listævintýri hans sem lifa með lesendum, jafnt í bóklegri- og munnlegri geymd. ...