Lilli lendir aftan á skriðdreka. Þetta er sjálfsmorð. Hann tæmir vélbyssuna ofan í skriðdrekann. Hann stekkur niður og hendir handsprengju inn um opna lúguna. Skriðdrekinn snýst villt og galið og kremur nokkra Breta áður en hann klessir á hæðina þar sem hann springur í eldhnött. Þýsku hermennirnir ráðast að Bretunum með eldvörpum og eldsprengjum. Þeir taka enga fanga. Eftirlifendur eru miskunnarla...