Maður nokkur er á ferð í heitum löndum, þar sem sólin skín svo skært að vonlaust er að vera úti á daginn. Það er ekki fyrr en eftir sólsetur að borgin lifnar við og fólk fer á stjá. Á svölunum gegnt íbúð mannsins er þó undarlega líflaust, þó öll ummerki bendi til þess að þar búi dugmikill einstaklingur. Manninn fýsir mjög að kynnast þessum nágranna, en erfiðleikum virðist bundið að komast í tæri v...