Keisari nokkur er óskaplega glysgjarn og sankar að sér fögrum munum og skrautlegum klæðum. Þegar ríki hans heimsækja tveir skraddarar, sem vefa undurfagurt efni þeirri náttúru gætt að vera ósýnilegt augum þeirra sem eru heimskir eða ekki stöðu sinni vaxnir, er hann ekki seinn á sér að grípa tækifærið. Saumamennirnir tveir eru hinsvegar óforskammaðir þorparar, sem vefa á tóma vefstóla og stinga gul...