Andarkollan er himinlifandi þegar eggin hennar klekjast út og úr þeim skríða fallegustu andarungar sem hún hefur augum litið. Eitt eggið er stærra en hin og lætur bíða eftir sér, en andamamma ákveður að liggja nú á því samt, jafnvel þótt hænan hafi varað hana við að það sé áreiðanlega kalkúnaegg! Ekki er það kalkúni sem úr egginu kemur, en það er þó sannarlega ljót og einkennileg önd. Ljóti andaru...