H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Sagan af Kláusunum tveimur er á yfirborðinu kímileg saga þar sem valdamikið illmenni hlýtur makleg málagjöld. Ofbeldið í sögunni er þó umtalsvert og þeir félagar svífast einskis til að láta bellibrögð sín og fjárgræðgi ná fram að ganga.