Rannsókn kynferðisbrota er oft frábrugðin öðrum lögreglurannsóknum. Þetta eru viðkvæm mál, fórnarlambið er andlega niðurbrotið, sjaldnast eru vitni að atburðinum sjálfum og sönnunargögn oft ekki til. Í raun standa oft orð brotaþola gegn orðum sakbornings. Miðað við þann fjölda sem leitar til Neyðarmóttöku fórnarlamba kynferðisbrota og Stígamóta er það aðeins lítill hluti þolenda kynferðisbrota sem...