Fjölkunnugur púki smíðar hræðilegan spéspegil, sem hefur þá náttúru, að gera allt það sem gott er og fallegt afskræmt og ljótt. Í ljótum púkaleik brotnar síðan spegillinn og brotin þyrlast um allan heim og gera illt hvar sem þau lenda. Tvö af glerbrotunum smjúga inn í hjarta drengsins Karls, sem áður var ljúfur og góður piltur. Leiksystir hans, Helga, skilur ekkert í umbreytingunni og verður afska...