Flest höfum við um ævina kynnst töfrum stækkunarglersins. Í því má kynnast nánar hversdagslegum hlutum og sjá það sem augað greinir ekki. Gamall fjölkunnugur vísindamaður rýnir í vatnsdropa úr mýrinni. Þar rífa smákvikindin hvert annað í sig með sífelldum deilum og ofbeldi. Vísindamanninn langar til þess að fá dýrin til að lifa saman í friði og litar þau rauð til þess að geta skoðað þau betur. Það...