Í tindátaöskjunni er einn sem sker sig úr. Sá er tindátinn sem vantar á annan fótinn, sökum þess að tinið var uppurið þegar búið var að steypa bræður hans. Dátinn lætur fótskortinn þó ekki á sig fá og stendur jafn stöðugur og hinir. Saman flytja þeir á nýtt heimili þar sem kennir ýmissra grasa í leikfangaherberginu. Mest af öllu heillast tindátinn þó af fagurri dansmey, sem líkt og hann stendur á ...