Slakaðu á með náttúruhljóðum. Það snarkar í arninum og frá eldinum leggur þægilegan yl um stofuna. Antík úrið tifar og kötturinn teygir makindalega úr sér á gólfinu. Þú situr í þægilegum og mjúkum hægindastól og horfir á logana dansa í arninum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að náttúruhljóð geta haft bæði slakandi og örvandi áhrif á heilann. Saga Sounds er samansafn þægilegra og fjölbreyttra hljóða ...