Í þrjúhundruð sextíu og fimm ár hefur gamla eikitréð staðið á sama stað í skóginum. Okkur virðist það óralangt, en fyrir öldunginum er tíminn afstæður og eitt ár virðist jafnast á við einn dag í okkar lífi. Enn annar tímamælikvarði er á lífi dægurflugunnar, sem flögrar í kring um blöð eikarinnar. Þær talast við um tímans rás, en skilja ekki hvor aðra. Þegar hausta tekur færist nótt yfir gamla eiki...