Á skrifborði skáldsins takast penninn og blekbyttan á. Ágreiningsefnið er hvort þeirra eigi stærri þátt í sköpun eiganda síns. Blekbyttan stendur á því að öll þau undur sem penninn færi á blaðið séu sótt í hennar dimmbláu djúp. Penninn hinsvegar vill ekki láta gera lítið úr sinni milligöngu í málinu, enda sé það hann sem færi hugmyndirnar í letur, með hjálp styrkrar handar síns skáldlega bróður. U...