Ljósvetninga saga er varðveitt í tveimur gerðum en sú yngri inniheldur einnig nokkra sjálfstæða þætti. Verkið er ekki sérlega vel varðveitt og er bygging þess heldur sundurlaus. Talið er að sagan hafi verið rituð á 13. öld þó mögulegt sé að það hafi verið fyrr.Verkið fjallar um Þorgeir Ljósvetningagoða og syni hans en einnig um Guðmund ríka. Eftir Íslendingaþættina þrjá í sögunni er aðallega fjall...