Á degi hverjum glymur í eyrum stórborgarbúanna undurfagur hljómur dularfullrar klukku. Enginn veit hvar klukkan er sem hringir svona fagurlega. Fólkið leggur af stað út í skóginn í leit að uppsprettu hljóðsins, en truflast á leiðinni og alltaf slær klukkan utan seilingar. Keisarinn lætur þau boð út ganga, að hver sá sem geti uppgötvað, hvaðan hljóðið komi verði skipaður "heimshringjari". Ýmsir sæk...