H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. "Kertaljósin" er ósköp falleg saga, sem fjallar á fínlegan hátt um hvernig gæðum heimsins er misskipt. Í ljós kemur þó að gleðin getur verið hin sama, hvort sem gleðiefnin eru lítil eða stór. Þá skiptir mestu nægjusemin, og að hver sé ánægður með sitt...