Hún amma er orðin gömul, en þó er hún bæði falleg og vitur. Engin segir sögur eins og hún og margt hefur hún lært á langri ævi. Ein eign er henni kærust, en það er þurrkuð rós, sem hún geymir inni í sálmabókinni sinni. Fyrir kemur að amma opnar sálmabókina og virðir rósina fyrir sér. Vöknar henni þá um augun og tárin falla á þurrkað blómið. Þá er eins og rósin gamla lifni, blöðin breiðist út og il...