Hjón ein áttu sjö syni en áttu sér þá ósk heitasta að eignast dóttur. Þegar þeim verður loks að ósk sinni er stúlkunni vart hugað líf og ákveðið er að skíra hana snemmskírn. Bræðurnir eru sendir að læknum til að sækja skírnarvatn en þeir missa fötuna ofan í lækin og þora ekki heim. Faðir þeirra heldur að drengirnir séu að leika sér og kallar yfir þá bölvun í reiði sinni. Stúlkan braggast og elst u...