Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helstu tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.