H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. "Gamla húsið" dregur upp mynd af forgengileika fortíðarinnar gagnvart nýjum tímum. Sagan minnir á mikilvægi þess að yngri kynslóðir gleymi ekki því sem áður var og dæmi ekki þá sem eldri eru með sleggjuna að vopni. Vináttan spyr ekki að fæðingarári.