Jóhannes er hjartahreinn ungur maður sem í upphafi sögunnar situr við dánarbeð föður síns. Eftir lát gamla mannsins ákveður hann að halda út í heiminn, með föðurarf sinn og fátæklegar eigur í veganesti, ásamt einlægri trú á góðan guð. Á ferð sinni gerir hann ýmis góðverk, svo sem að gefa aleigu sína þorpurum sem hyggjast svívirða lík látins manns. Eftir að hafa verið nokkurn tíma á ferðinni verður...