Metsöluhöfundurinn Wilbur Smith fæddist í Norður-Ródesíu í Afríku árið 1933. Smith sérhæfði sig í sögulegum skáldskap með ævintýralegu ívafi og var þekktur fyrir einstaklega grípandi frásagnarstíl. Hann gaf út 49 bækur á ferli sínum sem voru þýddar á fjölmörg tungumál og seldust í milljónum eintaka.