Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) er þekkt fyrir sögur með sterkan boðskap handa börnum, unglingum og fullorðnum. Bræðurnir er ein af lengri sögum hennar, hún er ætluð unglingum og var gefin út árið 1930. Sagan fjallar um lífsraunir tveggja stráka sem heita Axel og Jói. Jói er alltaf í grænni lopapeysu. Hann býr hjá Möllu prjónakonu við óvenjulegar fjölskylduaðstæður og er strítt mikið af bekkjarbró...