Það er ýmislegt dularfullt á seyði í Lundúnaborg. Basil fursti og Sam Foxtrot bregða á leik sem skilur marga eftir í öngum sínum. Á meðan situr lögreglan ráðþrota yfir óvenjulegum morðingja sem leikur lausum hala og sýnir fórnarlömbum sínum enga miskunn. Stella Eaton gerir einnig vart við sig, hættulegasti andstæðingur sem Basil fursti hefur komist í tæri við. Hér spinna klækir glæpakvendis og djö...