Í ævintýrinu um Úlfinn og kiðlingana sjö þarf geitamamma að skilja kiðlingana sína sjö eftir eina heima þegar hún fer út í skóg að leita að æti. Hún þekkir vel hætturnar sem leynast fyrir utan og varar kiðlingana við lævísa úlfinum sem býr úti í skóginum. Kiðlingarnir lofa að gæta sín og hleypa engum inn um dyrnar nema mömmu þeirra. Ekki leið þó á löngu þar til barið var að dyrum og dularfull rödd...