Þegar konungur uppgötvar að það vantar eitt epli á gulleplatréð í aldingarðinum fyrirskipar hann að vaka skuli yfir trénu til að komast að því hver hafi tekið eplið. Yngsti sonur kemst næst því að klófesta þjófinn sem reynist vera fugl úr skíragulli en nær einungis að fanga eina gullfjöður. Þegar ráðgjafar konungs hafa sannfært hann um að fjöðrin sé verðmætari en allt konungsríkið ákveður konungur...