Gömul kona býr ein fjarri allri byggð og gætir gæsa sinna. Dag hvern rogast hún með grös og ávexti utan úr skóginum á bakinu án þess að kikna. Fólki líkaði ekki við gömlu konuna og töldu hana göldrótta. Dag einn verður á vegi hennar ungur og hraustur piltur sem býðst til að aðstoða hana við að bera níðþungar byrðarnar heim. Pilturinn fær að launum litlar öskjur meitlaðar úr smarögðum sem gamla ko...