Laxdæla saga segir frá landnámi konu að nafni Auður (Unnur) djúpúðga, sem nam land í Dalasýslu og afkomendum hennar. Sagan gerist að miklu leyti í Laxárdal og dregur þaðan nafn sitt. Helstu atburðir sögunnar snúast um ástarþríhyrning þeirra Guðrúnar Ósvífursdóttur, Kjartans Ólafssonar og Bolla Þorleikssonar. Báðir sóttust þeir frændur, Kjartan og Bolli, eftir hylli Guðrúnar. Upphaflega átti Guðrún...