SAGA Egmont
Presturinn á Vökuvöllum
Translated by Davíð Guðmundsson
Original title: The Vicar of Wakefield
Original language: English
Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.
Copyright © 1766, 2021 SAGA Egmont
All rights reserved.
ISBN: 9788726797312
1st ebook edition
Format: EPUB 3.0
No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser. SAGA Egmont
www.sagaegmont.com
Saga Egmont - a part of Egmont,
www.egmont.com
Lýsingin áskyldfólkinu á Vökuvöllum og ætlarmótiđ, sem er med því öllu bæđi ađ skaplyndi og skapuađi.
Eg var jafnan á þeirri skoðun, að heiðvirður maður, er kvongaðist og kæmi upp mörgum börnum, gjörði meira gagn en sá, er lifði alla æfi í einlífi, og talaði að eins um fjölgun mannkynsins. Af því að þetta vakti fyrir mèr var naumast ár liðið frá því að eg tók vígslu, þá er eg fór að hugsa um, að gjöra alvöru úr því, að kvongast, og kaus eg mèr konu, eins og hún kaus sèr brúðarkjól, þannig að eg gekkst ekki einasta fyrir fríðleik og blóma utan á, heldur þeim kostum, er til frambúðar mættu verða. Til þess að unna henni sannmælis, var hún góðkvendi og starfsöm kona, og var uppeldi hennar svo, að fáar sveitastúlkur tóku henni fram. Hún gat lesið hverja enska bók viðstöðulítið, en er til þess kom, að salta mat, súrsa og sjóða, var hún eigi eptirbátur annara. Hún hældi sèr einnig af því, að hún væri bezta búkona, og gat eg þó aldrei fundið, að við yrðum auðugri fyrir allt hennar búvit.
Hvað sem þessu líður, voru samfarir okkar hinar beztu, og fór ást okkar vaxandi með aldrinum. Við höfðum í rauninni ekkert tilefni til þess að vera reið við heiminn eða hvort við annað. Við höfðum snoturt hús til íbúðar í fallegri sveit og góða nágranna. Tíminn gekk til siðsamlegra skemmtana, þeirra er tíðkanlegar eru í sveit, til þess að sækja heim auðuga nágranna okkar og hjálpa þeim, er fátækir voru. Byltingar höfðum við engar að óttast eða crfiðleika í að standa; við stóðum eigi í öðrum stórræðum en þeim, er gjörðust á heimilinu hjá okkur, og eigi voru flutningarnir aðrir en á milli rúmanna hjá okkur.
Með því að við bjuggum í þjóðbraut, komu gestir eða útlendingar oft til okkar, til þess að smakka stikilsberja vínið okkar, er mikið þótti til koma; enda get eg eigi sannara sagt, en að eg vissi aldrei til, að nokkur þeirra fyndi neitt út á það að setja. Frændur okkar kunnu einnig allir að telja sig í ætt við okkur, jafnvel þó að komið væri fram í fertugasta lið, og þurftu eigi liðsinnis ættfræðinga til þess; var það alloft, að þeir sóttu okkur heim. Eigi var mikil upphefð fyrir okkur að sumum þeirra, er þóttust vera í ætt við okkur, því að blindir, vanaðir, haltir voru einnig þeirra á meðal. Samt sem áður var það jafnan viðkvæðið hjá konu minni, að þeir ættu að sitja við sama borð og við, með því að þeir væru sama hold og blóð og við. þannig kom það til, að við höfðum alloftast mjög ánægða vini hjá okkur, þó að þeir væru eigi mjög auðugir, því það má jafnan ganga að því vísu, að því fátækari sem gestur er, þvi meira þykir honum koma til þess, að honum er gott gjört; og eins og sumir menn dást að litarskrauti blóma og fjöllitum fiðrilda vængjum, eins var eg svo gjörður, að mèr hefir jafnan þótt mikið til koma, að sjá ánægjusvip á mönnum; en er það kom upp úr kafinu, að einhver af ættingjum okkar var mjög illur maður, leiðindagestur eða svo, að við vildum losast við hann, gætti eg þess jafnan, að ljá honum reiðfrakka, þá er hann fór, eða stígvél cða stundum hest, er litið verð var í, og vann eg það ávallt á, að hann kom aldrei aftur, til þess að skila því. Með þessu móti höfðust þeir burt úr húsum okkar, er okkur féll eigi við, en aldrei spurðist það frá Vökuvöllum, að vegfarandi mönnum eða fátækum skjólstæðingum væri úthýst þar.
Svona lifðum við mörg ár farsæl mjög, nema hvað við fengum stundum þessar smá-rispur, er forsjónin sendir, til þess að oss skuli finnast því meira til um náð hennar. Skóladrengir gjörðu einatt usla í aldingarði mínum, og kettir eða krakkar rændu eggjakökum konu minnar. Herramanninum hætti stundum til þess að sofna, þá er eg var heitastur í ræðu minni, eða frú hans að sýna konu minni eigi önnur skil, þá er hún ætlaði að hafa mikið við hana í kirkjunni, en að hneigja sig stuttaralega. En við hristum það brátt af okkur, þó að okkur þættu önnur eins atvik og þessi all leiðinleg, og áður en 3 eða 4 dagar voru liðnir, fórum við venjulega að furða okkur á, að við skyldum láta slíkt á okkur festa.
Það var hvorttveggja að börnum mínum var eigi komið upp á neinn kveifarhátt í uppfóstrinu, enda voru þau bæði vel gjörð og heilsugóð; synir mínir voru harðfengir og ötulir, dætur minar fríðar og blómlegar. Þá er eg stóð í miðjum barnahópnum, er líkleg voru til þess, að verða ellistoð mín, gat eg eigi stillt mig um að hafa upp hina orðlögðu sögu af Abens berg greifa. þá er Hinrik 2. fór um þýzkaland, færðu aðrir hirðmenn hans honum fjársjóði sina, en Abensberg kom með syni sina 32 að tölu til herra sins, og þóttist eigi aðra dýrmætari gjöf hafa í tè að láta. þó að eg ætti þannig ekki nema 6 börnin, skoðaði eg þau eins og hina dýrmætustu gjöf, er eg gæfi ættjörðu minni, og taldi mig því eiga til skuldar að telja hjá henni. Elzti sonur okkar hét Georg eftir föðurbróður sínum, er eftirlét okkur 10,000 pund. Næsta barnið var stúlka; vildi eg láta hana heita Grissel eftir föðursystur sinni, en með því að kona mín hafði lesið skáldsögur meðan hún gekk með hana, vildi hún láta hana heita Ólivia. Áður en fullt ár var um liðið, áttum við aðra dóttur, og nú hafði eg ráðið með mèr, að hún skyldi heita Gríssel; en þá datt það í ríkiskonu, er var í ætt við okkur, að vilja halda stúlkunni undir skirn, og var hún látin heita Sofía eftir fyrirsögn hennar; þannig urðu tvö nöfn í ættinni, er tíð eru hjá skáldum, en eg lýsi því hátíðlega yfir, að eg átti þar engan þátt í. Móses var næsta barnið okkar; liðu svo 12 ár í milli, þangað til við áttum enn tvo syni.
það væri eigi til neins að neita því, að mèr var heldur dátt, þá er eg sá litlu drengina mína hjá mèr, en hègómaskapur og ánægja konu minnar var þó enn þá meiri. Þá er geslir voru komnir, og svo vildi til að þeir sögðu: «Það er orð og að sönnu, húsfrú góð, að enginn á fallegri börn í öllu þessu bygðarlagi en þér», svaraði hún að vísu: «Já vinur, þau eru, eins og Guð hefir gjört þau, nógu falleg, ef þau eru nógu góð, því sá er fallegur, sem fallega breytir». Og svo var hún til með að segja stúlkunum, að þær skyldu láta sjá framan í sig; en það er eigi að draga dulur á, að þær voru fríðleiks-stúlkur. Útlitið tómt er svo lítilvægt að mínum dómi, að mèr hefði varla dottið í hug að minnast á það, ef það hefði eigi verið almennt umtalsefni í sveitinni. Ólivía var nú nær 18 ára og var mesta blómarós viðlíka og æskugyðjan er á litmyndum málara, frjálsleg, glaðleg, fyrirmannleg. Sofía þótti eigi í fyrstu eins fyrirtaks fríð, en þó þótti einatt allt eins mikið til hennar koma, er til lengdar lèt, því að hún var bliðleg, kurteis og ginnandi. Önnur þeirra sigraði í fyrsta höggi, hin með því að beita sèr laglega oftar en einu sinni.
Skaplyndi kvenna fer all opt eftir andlitsfari þeirra, að minnsta kosti var svo með dætur mínar: Ólivía óskaði eftir mörgum elskhugum, Sofía vildi hafa einn tryggan. Það kom oft að Ólivíu, að hana langaði um of til þess að halda sèr til. Sofía leyndi jafnvel hinum beztu kostum sínum, til þess að styggja eigi aðra. Önnur stytti mèr stundir með glaðværð sinni, þá er vel lá á mèr, hin með bliðu sinni, þá er eg var alvarlegur. En einkenni þessi fóru aldrei fram úr réttu hófi hjá hvorugri, og eg hefi oft sèð þær skifta skapi, heilan dag í einu. Glaðkvendið hún Ólivía mín hefir orðið sett og stillt, ef hún hefir farið í sorgarbúning, og yngri systirin hefir orðið glaðværari, en hún átti að sjer, ef hún hefir sett á sig nýjar borðaleggingar. Elzti sonur minn Georg uppólst í Oxforð, með því að eg ætlaði að láta hann læra. Hinn drenginn Móses ætlaði eg til höndlunar, og var hann hafður við ýmislegt heima. En það er óþarfi að vera að reyna til að lýsa skaplyndi unglinga, er voru eigi farnir að kynnast heiminum nema svo lítið. Það er stutt af að segja, að ættarmót var með þeim öllum, og í raun rèttri voru þau öll eins skapi farin, því að þau voru öll jafn drenglynd, auðtrúa, tilgerðarlaus og meinlaus.
Ættin verdur fyrir óldni. Eigna missir er ađ eins til þess, ad auka sómamónnum stórlæti.
Áfskiftin af stundlegum efnum heimilisins voru einknm falin umsjá konu minnar, en eg tók einn að mèr að stjórna hinum andlegu. Tekjurnar af kalli mínu voru nærfellt 35 pund á ári, og lèt eg þær ganga til munaðarlausra barna og presta ekkna í biskupsdæminu; eg átti nógan auð sjálfur, og skeytti því eigi um stundleg efni; hafði eg ánægju af því með sjálfum mèr, að gegna skyldu minni án endurgjalds. Eg tók það einnig fyrir mig, að halda engan aðstoðarprest, og komast í kunningskap við hvern mann í sókninni; hvatti eg hina kvæntu til hófsemi og hina ókvæntu til að kvongast, svo að eigi voru mörg ár liðin áður en það var orðið almennt orðtak, að það væri ánaleg ekla á þrennu á Vökuvöllum, á stærilæti hjá prestinum, á konum handa ungu mönnunum og kaupendum handa ölhúsunum.
Hjónabandið varjafnan eitthvert hið skemmtilegasta umtalsefni mitt, og ritaði eg all margar prédikanir, til þess að sanna, hvílíkt happ það væri; en það var sèr í lagi ein skoðun, er eg lèt mèr mikils um vert að halda fram, því eg varði það með Whiston, að það væri ólöglegt, að prestur í ensku kirkjunni gengi að eiga aðra konu, eftir að fyrri kona hans væri dáin, eða með öðrum orðum, eg stærði mig af því, að eg héldi fast fram einkvæni presta.
Um þetta mikilvæga kappmál hafa margar bækur verið ritaðar, er mikið hefir verið haft fyrir, og varð eg snemma við það riðinn. Eg gaf sjálfur út nokkrar ritgjörðir um þetta efni; gengu þær aldrei út, svo að eg hugga mig við, að aðrir hafi eigi lesið þær en þeir fáu, er mèr voru samdóma. Sumir af vinum mínum kölluðu þetta sérvizku úr mèr; en því er miður! Þeir höfðu eigi eins og eg gjört það að langvinnu íhugunarefni. því meir sem eg velti því fyrir mèr, því mikilvægara virtist mèr það. Eg stè jafnvel feti framar en Whiston í röksemdafærslu minni; eins og hann hafði grafið á leiði konu sinnar, að hún væri hin eina kona er Vilhjálmur Whiston hefði átt, svo setti eg konu minni líkt grafletur, þó að hún lifði enn þá; tók eg í því fram forsjálni, búhyggni og eftirlátsemi hennar til dauðadags. þetta lèt eg rita með fögru letri og setja í snotra umgjörð; var það svo sett á hylluna upp yfir ofninum, og vann þar að fleiru en einu leyti mikinn þarfa. það minnti konu mína á skyldu hennar við mig og tryggð mína við hana; það vakti hjá henni slerka löngun eftir góðum orðstír, og minnti liana stöðugt á fráfall hennar.
Vera má að það hafi þannig komið af því, að heyra hjónabandinu svo oft hælt, að elzti sonur minn Georg festi ástaraugu á stúlku nokkurri einmitt un sama leyti, sem hann fór úr háskólanum í Oxforð; var hún dóttir manns eins af andlegri stétt í grennd við okkur; var hann mikils háttar maður meðal klerka og svo efnum búinn, að hann gat lagt með henni mikinn auð, en auður var hér minnstur kostur. Allir nema dætur minar játuðu, að ungfrú Arabella Vilmot væri fallegasta stúlka. Æskan, heilbrigðin og sakleysið skein út úr enni, og þar á ofan var svo bjart yfir henni og augnaráðið svo forkunnar blitt, að eldri mönnum gat jafnvel eigi annað en fundist til um fegurð hennar. Með því að herra Vilmot var kunnugt, að eg gat ánafnað syni minum laglega fjárupphæð, var hann eigi frábitinn þessum ráðahag; báðar ættirnar lifðu því saman í allri þeirri ástúð, er vön er að vera undanfari þess, er það er í áformi, að þær tengist. Með því að eg var sannfærður um það af reynslunni, að tilhugalífið er hinn sælasti kafli lífsins, var eg all fús að draga þenna tíma, og virtust hinar ýmislegu skemmtanir, er hin ungu hjónaefni tóku dag hvern þátt í hvort með öðru, að auka enn meir ást þeirra. Á morgnana var vant að vekja oss með sönglist, og er veður var gott, riðum vér á veiðar. Stundunum milli morgunverðar og miðdagsverðar vörðu stúlkurnar til búnaðar sins og bóklesturs; þær lásu venjulega blaðsiðu og skoðuðu sig svo í speglinum, og mættu jafnvel heimspekingar játa, að í honum sást einatt fegri sjón en fæst á nokkuri blaðsíðu í bók. Við miðdagsverðinn tók kona mín við stjórninni; þurfti hún jafnan að skera sjálf niður hvað eina, er á borð var borið, því að svo hafði móðir hennar gjört, og við þau tækifæri fræddi hún oss ítarlega um hvern rètt matar. Þáer búið var að borða miðdegismatinn, lèt eg jafnan taka borðið burtu, til þess að stúlkurnar skyldu eigi yfirgefa oss; voru þær þá stundum til með að halda oss samsöng með tilstyrk söngkennarans, og var að því mikil skemmtun. Það sem eftir var af deginum, styttum vér fyrir oss með því að ganga úti, drekka tevatn, dansa og fara í veðleiki; en aldrei voru spil höfð til skemmtunar, því að eg hafði óbeit á öllum spilum og töflum nema kotrutafli; tefldum við hana stundum eg og gamli vinur minn og settum áttskilding undir. Get eg eigi leitt hjá mèr að segja við þetta tækifæri frá atviki einu, er ekkert gott boðaði, og kom fyrir í seinasta skiftið, sem við tefldum saman; þurfti eg einasta að fá kotru, og kastaði fimm sinnum hvað eftir annað daus og ás.
Nokkrir mánuðir voru liðnir á þenna hátt, þangaðtil það þótti loks við eiga, að tiltaka daginn, er brúðkaup hinna ungu hjònaefna skyldi haldið, og var svo að sjá, sem þau óskuðu þess ega. Eg þarf eigi að lýsa umstangi og annríki konu minna, eða glettninni í augunum á dætrum mínum, meðan verið var að búa til brúðkaupsins; satt að segja hafði eg hugann á öðru, með því að eg var að ljúka við ritgjörð, og ætlaði eg að gefa hana út innan skamms til varnar uppáhalds-setningu minni um hjónabandið. Þessa ritgjörð skoðaði eg einsog snildarverk bæði að efni og orðfæri, svo að eg var svo hreykinn af henni, að eg gat eigi á mèr setið, að sýna hinum gamla vini mínum Vilmot hana; datt mèr eig: annað í hug,. en að hann mundi fallast á hana; en það var eigi fyr en um seinan, að eg uppgötvaði, að hann var gallharður á gagnstæðri skoðun og af gildum rökum, því að um þessar mundir var hann ekki nema að biðla til fjórðu konunnar. Það má nærri geta, að af þessu reis allhörð þræta, og lá við sjálft, að hún sliti tengdunum, er til stóðu milli okkar; en okkur kom saman um að ræða þetta mál út í æsar daginn áður en hjónin skyldu saman gefin.
Var þá tekið til óspilltra málanna með tilhlýðilegri keppni af beggja hálfu; lýsti hann mig villutrúarmann, og galt eg honum í sömu mynd; hann svaraði mèr, og eg tók aftur til máls. En á meðan deilan stóð sem hæst, gjörði einn af frændum mínum mèr boð að finna sig út, og réði hann mèr með áhyggjusvip að gefa upp kappræðuna, að minnsta kosti þangað til brúðkaup sonar míns væri afstaðið. «Hvað þá» sagði eg, «að láta af sönnu máli, og láta hann fá yfirhönd nú, þegar hann er rètt að segja kominn á heljarþrömina með vitleysurnar í sèr. Þèr gatuð allt að einu ráðlagt mèr, að standa af eignum mínum, einsog gefa upp efni það, sem eg er að verja». «Eigur yðar», svaraði vinur minn, «eru hartnær engar og er mèr það sorg, að þurfa að segja yður frá því. Kaupmaðurinn í borginni, er hafði fé yðar undir höndum, er strokinn, til þess að forða sèr gjaldþrotsdómi, og ætla menn að hann hafi eigi eftir látið tuttugasta part í skuldirnar. Eg var ófús á að gjöra yður eða skyldfólkinu yðar gramt í sinni með þessari fregn fyr en eftir brúðkaupið; en nú ætti það að stilla ákafa yðar í málsvörninni, því að eg ímynda mèr, að þèr séuð svo hygginn, að þér sjáið sjálfur, hvilík nauðsyn er á, að þér sláið undan, að minnsta kosti þangað til að sonur yðar er búinn að ná föstu tangarbaldi á eigum ungfrúarinnar». «Jæja» svaraði eg, «þó að það sè satt, sem þér segið, og þó að það liggi fyrir mèr að fara á vonarvöl, þá skal það aldrei gjöra mig að níðingi, eða tæla mig til þess að ganga í móti sannfæringu minni. Nú fer eg samstundis, og segi upphátt, hvernig komið er fyrir mèr; og um málsvörnina er það að segja, að eg tek nú aftur það, er eg var búinn að slaka til! við hinn gamla heiðursmann, og er eg ófáanlegur til þess, að leyfa honum héðan af að komast í bænda tölu í nokkurri merkingu þess orðs».
Það tæki aldrei enda, ef ætti að fara að lýsa hinum breyttu tilflnningum beggja ættanna, þá er eg sagði fréttirnar af óhamingju vorri; en það, er aðrir fundu, var næsta léttvægt hjá því, er sonur minn og unnusta hans virtust taka út. Áður en þetta bar að, var svo að sjá sem herra Vilmot væri all fús, að bregða gjaforðinu, og var hann nú eigi lengi að hugsa sig um, er þetta dundi á; því að maðurinn var hygginn mjög, en hyggindi eru of oft eini kosturinn við oss, úr því við erum komnir yfir sjötugt.
Flutningurinn. ađ lokum verđur oftast nær sú raunin á, ađ hver er sjálfur smiđur gæfu sinnar.
Hin eina von okkar hjónanna og barnanna var nú, að sagan af óláni voru kynni að vera spunnin upp af illgirni eða færi milli mála; en bráðum kom brèf frá erindsreka mínum í borginni, er sannaði söguna í öllum greinum. Mèr fyrir milt leyti hefði eigi þótt mikið fyrir að missa eigur minar; mèr var að eins órótt útaf konu minni og börnum; lá það nú fyrir þeim að lækka í sessi, en þau höfðu þó eigi alizt svo upp, að þeim gæti staðið á sama, þó að lítið væri gjört úr þeim.
Því nær hálfur mánuður var liðinn, áður en eg reyndi til að stilla harm þeirra, því að huggun í ótíma ýílr að eins harminn. í þessu millibili var eg að hugsa upp einhver ráð, til þess að hafa ofanaf fyrir þeim framvegis, og loksins var mèr boðið dálítið prestakall í fjarlægri sveit; gaf það af sèr 15 pund á ári, og gat eg enn lifao eins og mèr var lagið. án þess að vera uppá aðra kominn. Eg tók þessu boði með gleði, og var eg búinn að ráða með sjálfum mèr, að auka tekjur minar með því að hafa undir dálitla jörð.
Þá er eg hafði afráðið þetta, fór eg að hugsa um að safna saman leyfunum af cigum minum, og er allar skuldir voru saman taldar og borgaðar, áttum við að eins 400 pund eftir af 14,000. Þessvegna veitti eg því nú sérlegt athygli, að telja svo um fyrir konu og börnum, að þau hugsuðu eigi hærra en hagir þeirra leyfðu; því að eg vissi vel, að fröm fátækt er viðurstygðin sjálf. «Ykkur getur eigi dulizt það, börn mín», mælti eg, «að engin hyggindi af okkar hálfu hefðu getað spornað við óláni því, er okkur hefir fyrir skömmu að höndum borið; en ef við förum nú hyggilega að ráði okkar, getur það stutt mjög að því, að draga úr afleiðingum þess. Við erum nú fátæk orðin, elskurnar mínar, og er eina vitið fyrir okkur, að semja okkur eftir hinum ríra efnahag okkar. Við skulum því reyna að sælta okkur við það, þó að við verðum að sjá á bak þessari viðhöfn, er margir hafa, og eru þó eigi sælli fyrir það, og leita þess friðar í lægingu okkar, er getur gjört alla menn sæla. Fátæklingarnir lifa góðu lífi án okkar hjálpar; mundi það þá eigi vinnandi vegur, að okkur lærðist að lifa án þeirra hjálpar. Ójú, börnin mín, upp frá þessari stundu skulum við alveg hætta að sælast eftir að vera talin í meiri manna röð; við eigum enn nóg eftir til þess að vera sæl, ef við förum hyggilega að; ánægjuna skulum við láta bæta okkur það, er okkur brestur að fé».
Elzti sonur minn hafði lært skólalærdóm, og réði eg því af að senda hann til borgarinnar; hugsaði og að hann kynni að geta komið sèr svo við þar, að hann gæti haft ofanaf fyrir sjálfum sèr og orðið oss til styrktar Það er, ef til vill, einhver hin mesta ógæfa, er örbyrgðinni fylgir. að vinir og vandamenn þurfa að fara sinn í hverja áttina. Dag þann bar brátt að að vèr áltum að tvistrast í fyrsta skifti. Kvaddi sonur minn fyrst móður sina og hitt fólkið, og gat það eigi tára bundizt, er það kvaddi hann að skilnaði; siðan kom hann að beiðast blessunar minnar. Hana gaf eg honum af heilum hug, og var hún öll föðurleyfðin, er eg hafði honum nú í té að láta, að viðbættum 5 gullgíneum. «Þú ætlar nú, drengur minn», mælti eg, «að fara fótgangandi til Lundúna borgar; svo fór einnig Uooker hinn frægi forfaðir þinn þangað á undan þér. Þiggðu af mèr sama hestinn, sem hinn góði biskup Jóel gaf honum, stafinn þann arna, og taktu lika við bókinni þeirri arna; hún verður þér til hughreyslingar á leiðinni; pessar fjórar línur eru á við gulltunnu: eg hefi verið ungur og er orðinn gamall, en ekki hefi eg séð hinn rèttláta yfirgefinn né hans afkvæmi fara á húsgang. Láttu þetta vera þér til huggunar á ganginum. Farðu nú, drengur minn; lofaðu mèr að sjá þig einu sinni á ári, hvernig sem þér liður; vertu jafnan góður drengur og Guð veri með þer». Með því að hann var vandaður piltur, og vildi eigi vamm sitt vita, var eg óhræddur að sleppa honum klæðlausum inná leiksvið lífsins, því að eg vissi að hann mundi eigi af góðu láta, hvort sem hann yrði undir eða ætti sigri að hrósa.
Hann lagði að eins leiðina fyrir oss hin. því að fáum dögum seinna lögðum vèr á stað. Vèr fórum nú úr byggðarlagi, er vèr höfðum átt svo marga ánægju stund í; rann oss það til rifja, og var enginn svo harður af sèr, að hann fengi tára bundizt. Þá bætti það eigi til, að vèr áttum nú fyrir höndum 14 mílna ferð, en höfðum aldrei fyr farið lengra en 2 mílur vegar frá heimili voru, og þótti oss þetta heldur fyrirkvíðanlegt; fátæklingarnir fygldu oss einnig kipp korn á leið grátandi, og jók það enn á hryggð vora. Fyrsta daginn bar ekkert til slysa, og áttum vèr að kveldi eigi nema 6 mílur vegar eftir þangað, er vèr ætluðum að að hverfa; tókum vèr oss gistingu í lítilmótlegu veitingahúsi í þorpi einu við veginn. Þá er búið var að vísa oss til herbergis, bað eg húsbóndann eftir vanda að vera oss til skemmtunar, og fèllst hann á það, með því að hann sá, að það mundi rífka reikninginn að morgni, er hann drykki um kveldið. Hvað sem því líður, þá þekkti hann byggðarlagið út í hörgul, er eg var á leiðinni til; einkum var honum kunnugt um herra Þornhill, er átti að verða lánardrottinn minn, og bjó hann skammt þaðan, er eg ællaði að búa. Fórust honum svo orð um göfugmenni þetta, að allur hugur hans væri á skemmtunum, og skeytti hann að öðru leyti litið um lifið; væri hann einkum orðlagður fyrir það, hvað honum þætti vænt um kvennfólkið. Gat hann þess, að hann væri svo slóttugur og áleitinn, að engin gæti staðið hann af sèr, hversu skírlíf sem hún væri, og væri varla nokkur sú bóndadóttir hálfa þingmannaleið frá honum, er hann hefði eigi komið sínu fram við og svikið svo. Mèr leizt eigi alls kostar vel á þetta, en allt öðru máli var að gegna með dætur mínar; þótti mèr sem hýrnaði yfir þeim, þá er þær fengu von um að brátt mundi verða gengið eftir þeim með ástar atlot; allt að einu var konu minni dátt, og treysti hún ginnandi friðleik þeirra og skirlifi. Meðan vèr vorum um þetta að hugsa, kom kona veitíngámannsins inn í herbergið, og sagði bónda sínum, að ókunnugi maðurinn, er verið hefði hjá þeim í tvo daga, væri fèvana, og gæti eigi greitt þeim það, er þau reiknuðu til hjá honum. «Fèvana» svaraði veitingamaðurinn, «það getur ekki átt sèr stað; það var seinast í gærdag, að hann borgaði lögregluþjóninum hérna þrjár gullgíneur, til þess að hlífa gömlum uppgjafahermanni við hýðingu, er hann átti að fá fyrir að hann stal hundi». En er kona veitingamannsins stóð fast á því, er hún hafði sagt áður, sór hann, að hann skyldi einhvernveginn ná sèr niðri, og bjóst til að ganga út; bað eg hann þá að koma mèr í kunningskap við þenna ókunnuga mann, er væri annar eins mannvinur, og hann segði. Hann fèllst á þetta, og vísaði inn til mín manni í heldri röð, er að sjá var um þrítugt, og höfðu föt hans einhvern tíma verið borðalögð. Hann var vel vaxinn og voru rákir í andlitinu á honum eins og á þeim, er mikið hugsa. Hann var nokkuð stuttur og þurlegur í viðmóti, og leit svo út sem hann hefði eigi vit á hæversku eða skeytti eigi um hana. Þá er veitingamaðurinu var út farinn, gat eg eigi á mèr setið, að láta komumanni í Ijósi, að mèr þætti illa farið, að maður í heldri röð væri svo bágsladdur, og bauð honum fé hjá mèr, til þess að borga það, er nú kallaði að. «Eg þigg það hjartans feginn, herra minn» svaraði hann; mèr hefir sézt yfir í því að láta, úti allt sem eg hafði hjá mèr af skildingum; en það gleður mig að sú yfirsjón hefir fært mèr heim sanninn um, að enn eru nokkrir menn til á borð við yður. Fyrst verð eg samt að biðja að segja mèr nafn og aðsetur velgjörðamanns míns, til þess að eg geti borgað honum svo fljótt sem auðið er». Eg innti honum gjörla frá þessu, og sagði honum eigi einasta, hvað eg hèli og hver óhamingja hefði fyrir skömmu fyrir mig stigið, heldur og hver staðurinn væri, er eg væri að flytja mig til. «Þetta vill enn betur til» mælti hann, «en eg átti von á, því að eg á samleið við ykkur; hefi eg teppst hér í tvo daga af vatnavöxtum, en árnar verða á morgun, að eg vona, orðnar færar». Eg lét honum í ljósi, að mèr þælti vænt um að fá hann til samferðar; tók kona mín og dætur undir það með mèr, að biðja hann að sitja að kveldverði með oss, og lèt hann til leiðast. Tal komumanns var bæði skemmtið og fræðandi, svo mig langaði til að tala við hann lengur fram eftir; en það var nú komið mál til að fara að hátta og hvila sig undir stritið daginn eftir.
Morguninn eftir héldum við öll saman áleiðis; var fólkið milt ríðandi, en Burchell hinn nýi samferðamaður vor gekk fótstiginn fram með veginum; sagði hann brosandi, að hann ætlaði eigi að vera svo hlálegur, að reyna að ganga oss af sèr, með því að vèr værum illa ríðandi. Af því að eigi var hlaupið úr ánum enn þá, urðum vér að leigja fylgdarmaun, og stikaði hann á undan, en við Burchell vorum aftastir. Við styttum okkur stundir á leiðinni með heimspekilegum samræðum, og leit svo út, sem hann bæri gott skyn á þessháttar efni. En það furðaði mig mest, að hann var fèþúrfi, og var þó svo harðskeyttur að svara fyrir sig, eins og eg hcfði átt gagn mitt undir hann að sækja. Smámsaman fræddi hann mig einnig um, hver ætti hina ýmsu bæi, er báru fyrir okkur eftir því sem leiðin lá eftir veginum. «Þetta» sagði hann og benti á all skrautlegt hús kippkorn í burlu, «petta á herra Þornhill; er hann ungur maður tiginn og hefir mikinn auð undir höndum, en á hann þó alian undir föðurbróður sínum herra Vilhjálmí Þornhill. Er hann tiginn maður, er kemst af með lítið sjálfur, en lælur að öðru leyfi bróðurson sinn njóta eigna sinna, og heldur einkum til í höfuðborginni». «Hvað er að tarna» mælti eg, «er hinn ungí lánardrottinn minn þá bróðursonur manns þess, er hefir svo almennt orð á sèr fyrir mannkosti sina, göfuglyndi og sèrlyndi? Eg hefi heyrt herra Vilhjálmi pornhill lýst svo, að hann væri eitthvert hið mesta mannval í konungsríkinu, en sèrlundaður, og væri hann slíkur göðviljamaður, að enginn færi framyfir hann í því». «Vera má að svo sé í meira lagi» svaraði Burchell; «að minnsta kosti kunni hann sèr ekkert hóf í góðgjörðasemi, þá er hann var ungur; hafði hann þá ákafa geðsmuni; en með því að allur hugur hans var, að koma einhverju góðu til leiðar, varð góðvild hans úr hófi fram, og líkust því, er skáld segja frá. Hann fór snemma að leggja stund á hermanna lærdóm og skólamenntun; framaðist hann brátt í hernum og fèkk nokkurt orð á sig meðal lærðra manna. Hólið fylgir jafnan hinum metorðagjörnu, því að þeim geðjast manna bezt að gullhömrunum. Hann var umkringdur af mannsöfnuði, er aldrei sýndi honum skap sitt nema að hálfu leyti; varð hann svo allra vinur, og hætti að skeyta um hagsmuni sjálfs sín. Hann unni öllum mönnum, því að auðurinn gjörði það að verkum, að hann varð þess eigi vís, að níðingar voru til. Læknar segja oss frá sjúkdómi, þá er gjörvallur líkaminn er svo fjarska viðkvæmur, að hann kennir til, hvað lítið sem við hann kemur; aðra eins kvöl og sumir hafa þannig tekið út á líkama sínum, tók þessi maður út í huga sínum. Hvað lítið sem að gekk, hvort sem það var svo í raun og veru eða það var uppgerð, tók hann það mjög sárt; fannst honnm svo mjög um eymdir annara, að hann gat eigi á sèr heilum tekið, og kvaldist hann af þessu jafnt og stöðugt. Með því að hann var svona hneigður til að hjálpa, má nærri geta að hann hitti all marga, er hneigðir voru til að biðja; bruðlaði hann svo miklu út, að eigur hans tóku að rírna, en góðvild hans eigi að heldur; virlist hún aukheldur fara vaxandi eftir því sem eigurnar þverruðu; varð hann því óforsjálli sem hann varð fátækari, og þó að hann talaði eins og maður með viti, breytti hann eins og heimskingi. Eigi linnti bónastaglinu að heldur, og þá er hann gat eigi framar orðið við öllum þeim bónum, er hann var beðinn, gaf hann góð loforð í stað peninga. Þau voru það eina, er hann hafði í té að láta, og hann var eigi svo einbeittur, að hann gæti styggt nokkurn mann með þvi að neita honum. Með þessu móti safnaði hann að sèr múga manns, er sótti gagn sitt undir hann; vissi hann vist að hann yrði að pretla þá, en langaði samt til að hjálpa þeim. Þeir drógu sig eptir honum um stund, og yfírgáfu hann svo með álasi og fyrirlitning, er hann átti aldrei nema skilið. En að sama skapi sem hann bakaði sèr fyrirlitning annara, missti hann virðingu fyrir sjálfum sèr. Hann hafði eigi leitað sèr stuðnings í öðru en hóli þeirra, og þá er sú stoð misstist, gat lof bjartans enga ánægju veitt honum, því það hafði hann aldrei lært að virða. Heimurinn fór nú að fá frábrugðið útlit; það fór að minka um gullhamra vinanna, og var gott ef þeir guldu jákvæði við því, er hann sagði eða gjörði. Uppúr því fóru þeir að gefa vingjarnleg ráð, og þá er eigi var farið að ráðleggingum þeirra, reiddust þeir og settu úr sèr ónot. þá er svona var komið, komst hann að því, að lítið væri varið í vini þá, er safnast höfðu kringum hann, til þess að draga sig eftir velgjörðum hans; hann komst nú að því, að meira þarf en góðgjörðir til þess, að laða að sèr annara hjörtu, að til þess þarf maðurinn að selja þeim hjarta sjálfs sín. Eg komst nú að — að — eg man ckki hvað eg ætlaði að segja; það er eigi að orðlengja það, herra minn, hann ásetti sèr að fara að hugsa um sjálfan sig, og koma sèr niður á hvernig hann skyldi rètta við aflur efnahag sinn, er kominn var á fallandi fót. Í þessu skyni ferðaðist hann einrænn einsog vant var, fótgangandi um norðurálfuna; er hann nú tæplega þrítugur, og er efnahagur hans kominn í meiri blóma en nokkru sinni fyr. Nú um stundir er örlæti hans skynsamlegra og hóflegra en áður; þó er hann enn sem fyrri einræningslegur og hefir eigi eins mikla ánægju af neinu, og að koma fram til góðs, þar er sízt varir».
Eg var svo niður sokkinn í sögu Burchells, að við hèldum svona áfram og uggðum eigi um neitt, og leit eg varla til hægri nè vinstri; varð okkur því heldur hverft við, þá er eg heyrði hljóðin í fólki mínu og varð litið við, og sá yngri dðttur mína úli í miðri á; var hún laus orðin við hestinn, og gat eigi fótað sig í hinni straumhörðu á. Tvisvar var hún búin að sökkva, og mèr var eigi unnt að bregða við, svo að eg gæti komið henni til hjálpar í tæka tið. Eg varð öldungis agndofa og fèllust mèr hendur með að reyna að bjarga henni; hefði hún vafalaust drukknad þar, ef samferðamaður minn hefði eigi stokkið útí ána þegar í stað, til þess að hjálpa henni, er hann sá í hverjum háska hún var, og kom hann henni heilli á hófi upp á bakkann hinumegin, þó að það ætlaði eigi að ganga greitt. Vèr hin fórum litlu ofar yfir ána og komumst slysalaust yfir um; þá er þangað kom, fengum vèr færi á að votta honum þakklæti vort með mörgum fögrum orðum einsog dóttir mín gjörði einnig á sinn hátt. það er auðveldara að gjöra sèr ímyndun um þakklátsemi hennar en að lýsa henni með orðum. Þakkaði hún lífgjafa sínum meir með augnaráði en orðum og studdi sig við arm hans, eftir að allt var afstaðið, einsog henni væri enn þá ljúft að þiggja hjálp hans. Kona mín bjóst einnig við, að fá einhvern tíma þá ánægju, að umbuna honum heima hjá sèr góðmennsku hans. Þá er þetta var um garð gengið, og vèr vorum búin að hressa oss í næsta veitingahúsi og borða miðdagsmat öll saman, kvaddi Burchell, því að hann átti eigi lengur samleið, og vèr hèldum áfram ferð vorri. Gat kona mín þess á leiðinni, að sèr litist einstaklega vel á manninn, og kvaðst engan þekkja, er hún mundi taka fram yfir hann, ef hann væri af þeim mönnum kominn og svo efnum búinn, að hann gæti gjört sèr von um, að mægjast við aðra eins ætt og okkar. Eg gat eigi að mèr gjört að brosa að því að heyra hana tala svo borginmannlega, en eg amaðist aldrei svo mjög við þessum meinlausu sjónvillum, er miða til þess að auka ánægju vora.
Sönnun fyrir því, ađ farsæll má vera, þó ađ fátækur sè og er eigi sæla komin undir högum manna heldur skapferli.
Hæli það, er vèr engum, var í litilli sveit; voru þar eintómir bændur; yrktu þeir sjálfir jarðir sínar, og voru jafn ókunnugir auðlegð og örbyrgð. Þeir gátu veitt sèr hartnær allar lifs nauðsynjar heima hjá sèr, svo að þeir fóru sjaldan til borga og kauptúna, til þess að afla sèr óþarfa. Siðir hinna meiri manna voru þeim ókunnugir, og höfðu þeir ennþá hina óbrotnu siði forfeðra sinna. Sparneytnin var orðin þeim að vana, svo að þeir vissu varla að hófsemi var með kostum talin. Glaðir unnu þeir virku dagana, en uppá hátíðisdagana hèldu þeir svo, að þeir gjörðu þá eigi annað en skemmta sèr. Þeir hèldu uppi jóla söngum, sendust trygðapöntum á Valentínsdag, átu pönnukökur í föstinnganginn, sýndu fyndni sína fyrsta apríl, og létu eigi bregðast að brjóta hnetur kveldið fyrir Mikjálsmessu. þá er frèttist að vèr kæmum, kom allur söfnuðurinn til móts við prestinn sinn; voru þeir uppá búnir í sparifötunum sínum, og lètu blása á pípu og berja trumbu í broddi farar. Veizla var einnig búin í móti oss, og settumst vèr glöð að henni; brast eigi hlátur, þó að eigi væri andagift fyrir að fara í viðræðum vorum.
Bærinn okkar stóð undir háum hól, var dáfallegur nýgræðings skógur til skjóls að húsabaki en niðandi lækur að framan; engi var annars vegar en grænn völlur hinsvegar. Jörðin mín var nærfellt 20 ekrur og var bezta land, svo að eg hafði gefið þeim, er bjó á jörðunni á undan mèr, 100 pund til þess að standa upp frá mèr. Girðingar geta eigi snotrari verið en hjá mèr var; var álmviðnum og limgirðingunum svo fallega fyrir komið, að eigi verður með orðum lýst. Húsið var ekki nema einloftað og var hálmþak á; var eigi að sjá að þar mundi inn um blása; veggirnir voru þvegnir að innanverðu og mjallahvítir; tóku dætur mínar að sèr að prýða þá með uppdrátturn eftir sjálfar sig. Baðstofuna og eldhúsið höfðum við í sama húsinu, en fyrir það varð að eins hlýrra. Auk þess var öllu haldið tandur-hreinn, föt, diskar og eirílát vel fægð, og allt látið slanda í gljáandi röðum á hyllunum, svo að allt kom svo vel fyrir sjónir, að eigi virtist þörf á skraut meiri húsbúnaði. Það voru þrjú önnur herbergi, eitt handa okkur hjónunum, annað handa dætrum okkar og þriðja handa hinum börnunum; voru tvö rúm í því.
Í hinu litla lýðstjórnarríki, er laut undir löggjöf mina, var til hagað á þann hátt, er nú skal greina; um sólar uppkomu komum vèr öll saman í baðstofunni; var vinnukonan áður búin aú kveikja upp eldinn. Fyrst buðum vèr hvert öðru kurteislega góðan daginn, því að eg áleit, að það ætti jafnan vel við, að halda uppi nokkrnm ytri merkjum um að menn hefðu lært manna siði; því sè eigi gjört, verður kæruléysið svo mikið, að eigi verður við vært, þó að meðal vina sö. Að því búnu snerum vèr oss með þakklæti til veru þeirrar, er látið hafði oss lifa annan dag. þá cr þessari helgu skyldu var lokið, fórum við sonur minn til vana starfa okkar úti, en kona mín og dætur fóru að búa til morgunverðar, og var skatturinn ávallt til á ákveðnum tíma. Eg lèt hálfa stund í té til þessarar máltíðar og heila stund til þess að borða miðdegismatinn; gekk þessi stund í saklausu gamni milli konu minnar og dætra og heimspekilegum kappræðum milli mín og sonar míns.
Með því að við fórum á fætur um sólar upprás, vorum við aldrei lengur við vinnu en til sólarlags; hèldum við þá heim til stúlknanna, er farið var að lengja eftir okkur; var okkur jafnan tekið með blíðum brosum, allt þrifið vel til í kringum eldstóna og eldurinn hafður glaður. Eigi vorum vèr heldur gestalaus; komu þeir einatt Flamború granni vor, bóndi skrafhreifinn vel, og þó oftar blindi píparinn, og smökkuðu stikilberjavínið okkar; höfðum við eigi enn þá gleymt að búa það til, og þótti það engu miður en áður. Þessir meinleysingjar gátu með ýmsu móti gjört skemmtun, því meðan annar spilaði, söng hinn hjartnæm kvæði, hina síðustu kveðju Jóns Armstrongs eða grimmleik Barböru Allen. Kveldið entum vèr á sama hált og vèr byrjuðum morguninn, og voru litlu drengirnir áöur látnir lesa það, er þeim hafði verið sett fyrir að læra um daginn; átti sá er las hærra, greinilegar og betur að fá tvískilding til þess að láta í ölniusubaukinn á sunnudaginn.
Þá er sunnudagurinn kom, var heldur mikil viðhöfn, og gálu öll sparnaðar lög min eigi aftrað því. Þó að eg gjörði mèr í hugarlund, að eg væri alveg búinn að sigrast á hègómasemi dætra minna með fortölum mínnm gegn stærilætinu, komst eg að raun um, að þær voru enn þá með sjálfum sèr eins fastheldnar og áður við alla sína fyrri viðhöfn; þær höfðu enn þá ást á borðum, böndum, glertölum og silkidregnum vefnaði; konan mín fékkst auk heldur eigi til að leggja niður rauða silkikjólinn sinn, af því að mjer hafði einusinni orðið, að segja, að henni færi hann vel.
Það var einkum fyrsta sunnudaginn, að mèr dámaði eigi að framferði þeirra; kveldinu áður hafði eg beðið stúlkur mínar að vera snemmbúnar daginn eflir, því að eg vildi jafnan vera kominn til kirkjunnar góðri stundu á undan mcssufólkinu. Þær gjörðu öldungis eins og eg, hafði sagt fyrir; en er að því var komið um morguninn, að vèr skyldum setjast að morgunveröi, komu þær kona mín og dætur uppdubbaðar í allt hið fyrra skraut sitt; hárið á sèr höfðu þær makað með hársmyrzlum, borið framan í sig lit eins og þá tíðkaðist, dregið slóðana á pilsunum upp í rykkingar að aftan, og skrjáfaði í þeim, hvað lítið sem þær hreifðu sig. Eg gat eigi að mèr gjört að brosa að hègómaskapnum í þeim einkum í konunni minni, því að eg ætlaði henni að gæta betur sóma síns. Í þessum nauðum hafði eg því eigi önnur ráð, en bjóða syni mínum með hefðarsvip að kalla vagninn okkar. Stúlkurnar rak í stanz yfir boði þessu; en eg tók það upp aftur með enn meiri alvörugefni en áður. Sagði kona mín þá: «Nú ertu að gjöra að gamni þínu elskan mín; við getum dável gengið; við þurfum engan vagn til að fara á». «Þèr skjátlast barn», svaraði eg, «við þurfum vagn, því ef við göngum til kirkjunnar í öðru eins skrúði og þessu, mundu börnin auk heldur aðrir í sókninni æpa á eftir okkur». «Eg hefi jafnan», ansaði kona mín, «ímyndað mèr, að þér, Karl minn, þætti »vænt um að sjá börnin snyrtileg og sómasamleg kringum þig». — «Þið megið vera eins snyrtileg og þið viljið», tók eg fram í, «og skal eg bera að meiri ást til ykkar fyrir, en allur þessi útbúnaður er eigi snyrtimennska heldur prjál. Þetta handlin, þessir knipplingar og í burður í andlitin vekur að eins hatur hjä grannkonum vorum. Nei, börnin min» mælti eg enn fremur með enn meiri alvörugefni, «það þarf að gjöra úr þessum kjólum eitthvað annað, er einfaldara snið er á; því það situr mjög illa á oss, að berast mikið á, þar sem vèr höfum ekki einu sinni efni til þess, að vera þokkalega til fara. Eg veit eigi einu sinni, hvort aðrar eins leggingar og skúfar sóma auðugum mönnum, ef við leggjum það niður eftir hóflegum reikningi, að nekt fátæklinganna mælti klæða af því, er hinir hègómasömu eyða í skart».
Þessar bendingar höfðu það upp á sig, er eg ætlaðist til. Þær fóru þegar í stað með mestu spekt og breyttu búnaði sínum; og daginn eftir gjörðu dætur mínar mèr það eftirlæti, að þær tóku sig sjálfkrafa til og sniðu upp úr pils-slóðunum sínum sunnudaga-vesti handa Dikk og Villa litlu drengjunum, og það, sem var bezt af öllu var, að kjólarnir fóru, að sjá, betur eftir slóða-stýflnguna.